Lýsing
Skimunarnámskeið verður haldið 30. ágúst 2024. Þú skráir þig á námskeiðið með því að kaupa aðgang að því í gegnum vefsíðuna. Það er takmarkað pláss á námskeiðinu og því er gott að ganga frá þessu sem fyrst.
Á námskeiðinu er fjallað um almenn skilyrði og undirbúning skimunar með Talnalykli. Á námskeiðinu er jafnframt fjallað um mikilvæg hugtök í skimun, ítarlega greiningu og kennslu eða þjálfun. Kynntar eru reglur við skimun og ný viðmið í hóp- og einstaklingsprófum Talnalykils. Áhersla er á að þjálfa ákvarðanatöku í skimun, hvenær eigi að vísa í ítarlega greiningu og hvenær ekki. Rætt er um nákvæmni skimunar með Talnalykli.
Skimunarnámskeið er framhaldsnámskeið ætlað þeim sem hafa lokið réttindanámskeiði. Námskeiðið er mikilvægt fyrir þá sem ætla að nota Talnalykil í skimun en er einnig gagnlegt til að fá dýpri skilning og raunhæfa færni í notkun annarra skimunarprófa.
Skimunarnámskeið er gott að taka eftir að viðkomandi hefur fengið dálitla reynslu af notkun Talnalykils en einnig, ef það hentar betur, í beinu framhaldi af réttindanámskeiði.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar