Lýsing
Réttindanámskeið verður haldið 29. ágúst 2024. Þú skráir þig á námskeiðið með því að kaupa aðgang að því í gegnum vefsíðuna. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gott að ganga frá þessu sem fyrst.
Niðurstaða Talnalykils gefur gott yfirlit yfir hvar nemendur standa í einstökum þáttum stærðfræðinnar. Prófið er bæði hóp- og einstaklingspróf. Til að það nýtist sem best er nauðsynlegt að kennarar sem sjá um sérkennslu fái réttindi til að nota prófið.
Bekkjarkennarar geta notað einstaka þætti prófsins eða prófið í heild við mat á kunnáttu nemenda sinna og við skipulagningu kennslu í bekk.
Seta á réttindanámskeiði er forsenda þess að mega nota prófið og geta pantað eyðublöð og annan efnivið.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar