Til þess að panta eyðublöð eða annan efnivið Talnalykils þarf að skrá sig inn á Mínar síður, fara flipann versla og velja viðkomandi vörur í körfuna. Þegar gengið er frá pöntuninni er síðan gefinn upp kennitala greiðanda sem oftast er viðkomandi sveitarfélag. Í sérstakan textareit má skrá nánari upplýsingar svo sem hvert skuli senda reikninginn eða aðrar upplýsingar.
Það fer vel á því að einhver einn aðili hafi umboð skólastjóra til pantana; það eykur traust og bætir viðskiptasambandið.
Í flestum sveitarfélögum er fyrirkomulagið þannig að sveitarfélagið greiðir reikninga að fengnu samþykki eða uppáskrift skólastjóra. Áður en pöntun er gerð, þarf því að gagna úr skugga um að skólastjóri viti af henni og muni því samþykkja reikninginn.
Ef sveitarfélag er með rafræna móttöku, berst reikningurinn beint inn í það kerfi og fer í formlegt samþykktarferli; að öðrum kosti berst reikningurinn, eftir atvikum, sveitarfélaginu eða skólanum.
Hvernig pantar maður Talnalykil?
2 thoughts on “Hvernig pantar maður Talnalykil?”
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Er það rétt skilið hjá mér að hvert og einstakt hefti kosti kr. 6500?
Verð á eyðublöðum miðast við heila pakka þar sem hver pakki inniheldur 25 eyðublöð.